Educate4Change
Link to Svava
  • Home
  • For Parents & Caregivers
  • Adult Survivors Support Groups
  • Testimonies
  • Services
    • TRE® Iceland
    • TRE®
    • Products
    • Journey to the Heart Summit
    • Summit
  • Blog

TRE® (Tension & Trauma Releasing Exercises)


​Svava Brooks er vottaður TRE® ráðgjafi. Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópum á vegum einkafyrirtækja, stofnana og grasrótarsamtaka síðastliðin 4 ár, við forvarnir gegn kynferðisofbeldi síðastliðin 12 ár og skrifar um heilun og líf eftir ofbeldi á bloggsíðunni http://www.svavabrooks.com

​Svava er búset í Portland, Oregon og býður upp á

TRE® í gegnum Skype eða zoom. Nánari upplýsingar gefur Svava í gegnum netfangið:  svava@educate4change.com

Nánari upplýsingar og skráning á TRE Module I námskeið sem verður haldið 10-12 maí, 2019,
 gefur Svava í gegnum netfangið:  svava@educate4change.com

Hvað er TRE®?

Note: This information is in Icelandic for people in Iceland interested in learning about TRE. 
​
TRE® (Tension, Stress & Trauma Release) er ný leið til að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans. Leiðin er þróuð af Dr. David Berceli PhD til að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans á öruggan hátt með því að leyfa líkamanum að skjálfa eða titra þannig að losni um vöðvaspennu og  taugakerfið róist. Með því að virkja þessi náttúrulegu viðbrögð líkamans, þ.e. með því að skjálfa og titra, í öruggu og stýrðu umhverfu, er verið að hvetja líkamann til þess að ná aftur fyrra jafnvægi.

TRE® byggir á þeirri grundvallarhugmynd, sem studd er nýlegum rannsóknum, að streita, spenna og áföll séu bæði andleg og líkamleg. Ósjálfráður vöðvaskjálfti samkvæmt TRE® framkallar almennt þægilegar og róandi tilfinningar. Margir einstaklingar lýsa tilfinningu um vellíðan og friðsæld eftir að hafa prófað TRE®.  

TRE® aðferðin varð til í kjölfar vinnu Dr. David Berceli með samfélög sem hafa upplifað mikið ofbeldi, stríð og hörmungar í Afríku og Mið-Austurlöndum.  Athuganir hans og rannsóknir sýndu honum fram á að þessi náttúruleg viðbrögð líkamans að skjálfa eða titra virðist vera innbyggð leið líkamans til þess að róa hugann og að losa um vöðvaspennu og heila sjálfa sig af langvarandi stressi, spennu og áföllum.

TRE® hefur hjálpað mörg þúsund manns um allan heim. Enda þótt fyrir liggi bráðabirgðaniðurstöður nýlegra rannsókna um ávinning TRE®, leggur Dr. David Berceli áherslu á að fjármagna frekari rannsóknir svo hægt sé að rannsaka betur hvað á sér stað í líkamanum við þetta náttúrulega ferli.

TRE® er öruggt og áhrifaríkt verkfæri til að takast á við líkamlega og andlega streitu fyrir flest fólk.  TRE® aðferðina á ekki að nota í staðinn fyrir áfallameðferð sérfræðings eða læknis/sálfræðings. Einstaklingar sem hafa líkamlega eða andlega sjúkdóma sem krefjast strangar meðferðar, einstaklingar með viðkvæmar sálfræðilegar varnir og flókna áfallasögu eða einstaklingar með líkamlegar eða læknisfræðilegar takmarkanir skulu ráðfæra sig við lækni eða vottaðan TRE® ráðgjafa áður en æfingarnar eru prófaðar.
​

Hver getur notið góðs af TRE®?
​

Þar sem skjálfti í vöðvum er hluti af náttúrulegum viðbrögðum mannslíkamans geta allir notið góðs af þessari aðferð. Vöðvaskjálfti/titringur eykur þol líkamans vegna þess að hann leiðir til djúprar slökunar sem dregur náttúrulega úr streitu. Hann getur einnig losað um tilfinningar þannig að einstaklingar geta komist í vægt uppnám og allt yfir í alvarlegan kvíða hvort sem það er af völdum  streitu sem tengist vinnu, óhóflegum áhyggjum, átökum í sambandi, líkamlegs álags eða áföllum vegna slysa.

TRE® getur gagnast öllum hvort sem það eru foreldrar/makar sem vilja sýna meiri þolinmæði gagnvart fjölskyldu sinni, fórnarlömb ofbeldis eða slyss, hermenn sem þjást af PTSD, íþróttafólk eða einfaldlega einstaklingar sem vill öðlast meiri seiglu í lífsins glímum og líða betur á líkama og sál.
​

Áhrif TRE®?
​

Minnkar áhyggjur og kvíða
Dregur úr einkennum áfallastreituröskunnar
Eykur orku og þrek
Bætir parasambönd
Minnkar streitu á vinnustað
Bætir svefn
Minnkar átök í samböndum 
Minnkar vöðva- og bakverki
Eykur sveigjanleika
Aukin „tilfinningaseigla“
Dregur úr áhrifum óbeinna áfalla
Græðir gömul meiðsli
Dregur úr kvíða í tengslum við alvarleg veikindi

Bætir líðan þeirra sem glíma við langvarandi sjúkdómsástand
​

Hvað gerir TRE® einstakt?
​


Vöðvaskjálftinn sem kallaður er fram með TRE
® æfingunum/ferlinu eru eðlileg tauga- og lífeðlisfræðileg viðbrögð líkamans til að draga úr eigin streitu og til að komast í vellíðunarástand.


TRE® byggir á líkamlegu ferli sem, þegar því er beitt á réttan hátt undir leiðsögn vottaðs TRE® leiðbeinanda, getur hjálpað einstaklingum við að losa um spennu í líkamanum án þess að viðkomandi þurfi að endurupplifa orsökina fyrir spennunni (þ.e.a.s. ekki er nauðsynlegt að tala um, muna eftir eða lýsa áfallinu eða reynslunni).

TRE® er hannað sem sjálfshjálpartæki sem einstaklingar geta nýtt sér eftir að þeir hafa tileinkað sér aðferðina eins oft og þörf er á og í gegnum allt lífið. Þannig stuðlar aðferðin að heilbrigðri sjálfsmynd og andlegu heilbrigði.  

TRE® er hægt að kenna annaðhvort sem einfalt sjálfshjálpartæki, til að minnka spennu í líkamanum, sem hluti af líkamsræktarprógrammi eða sem viðbót við aðrar meðferðir og með því að samþætta aðferðum með öðrum meðferðarleiðum. TRE® má til dæmis nota í meðferð ráðgjafa í meðferð við áföllum og áfallastreituröskun sem og kvíðaröskun.  

TRE® er hægt að kenna í stórum hópum og í samfélögum sem hafa upplifað áföll á stórum skala eins og stríð eða náttúruhamfarir.

TRE® stuðlar að samhljómi hópa og er til þess fallið að stilla saman strengi og stuðla að hreinskilni milli þátttakenda. Þannig getur TRE® verið gagnlegt tæki við lausn deilumála (t.d. milli einstaklinga, innan fyrirtækja og í pólitískum samskiptum).

TRE® yfirstígur menningarlegar hindranir sem og tungumálahindranir vegna þess að það byggir á náttúrulegum lífeðlisfræðilegum viðbrögðum líkamans sem eiga við okkur öll. 

Texti er þýddur af heimasíðu TRE® www.treforall.com 

TRE®, David Berceli © Copyright, http://www.treforall.org
Svava Brooks
Educate4Change
Dedicated to Ending the Cycle of Child Sexual Abuse
Ph: 619-889-6366  
email: svava@educate4change.com
Facebook: https://www.facebook.com/educate4change
Twitter: http://www.twitter.com/svavas
LinkedIn: http://www.linkedin.com/in/svavabrooks